Heimsókn frá Eistlandi

Starfsfólk frá ýmsum jafnréttisstofnunum Eistlands hefur dvalið hér á landi síðustu daga. Hópurinn hefur m.a. heimsótt Jafnréttisstofu, félags- og dómsmálaráðuneyti, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Kvennaathvarfið og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum. Markmið heimsóknarinnar er að öðlast innsýn í uppbyggingu jafnréttisstarfs hér á landi og kynna verkefni sem unnið er að í Eistlandi þessa dagana. Hópurinn fékk stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni til fararinnar.