Hnattrænn vandi karla … og hvernig á að bregðast við honum?

Jeff Hearn, prófessor í kynjafræði við hug- og félagsvísindasvið Örebro-háskóla í Svíþjóð og rannsóknaprófessor í félagsfræði við Huddersfield-háskóla, í Bretlandi, heldur áttunda fyrirlestur vormisseris, „Hnattrænn vandi karla … og hvernig á að bregðast við honum? Mótspyrna, ábyrgð og viðbrögð“, fimmtudaginn 31. mars, kl. 12-13, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í fyrirlestrinum fjallar Jeff um nauðsyn þessa að endurskoða áherslur gagnrýnna rannsókna á körlum og karlmennsku í ljósi hnattrænna og þverþjóðlegra breytinga, svo sem hnattræns hagkerfis, fólksflutninga, upplýsinga- og samskiptatækni. Þetta skiptir ekki aðeins máli í rannsóknum og greiningu heldur einnig í stefnumótun og stjórnmálum. Þessi staða verður skoðuð með hliðsjón af spurningum um mótspyrnu, ábyrgð og mögulegum við brögðum við henni.Jeff er einnig prófessor emeritus við Hanken School of Economics í Finnlandi og meðlimur í bresku félagsvísindaakademínunni. Síðastliðin ár hefur hann lagt áherslu á samspil kyns, kynferðis, ofbeldis, karlmennsku, þverþjóðlegra stofnanna og ferla í rannsóknum sínum. Hann er aðstoðarritstjóri Routledge Advances in Feminist Studies and Intersectionality book series, aðstoðarritstjóri NORMA: the International Journal for Masculinity Studies og meðritstjóri Gender, Work and Organization. Nýlegar bækur eftir hann eru Rethinking Transnational Men (ritstjóri ásamt Marina Blagojevi? og Katherine Harrison, Routledge, 2013), Opening Up New Opportunities for Gender Equality Work (ásamt Anna-Maija Lämsä et al., Edita, 2015) og Men of the World: Genders, Globalizations, Transnational Times (Sage, 2015).

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröðin RIKK á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna.