Hvað geta borgaryfirvöld gert til að sporna við ofbeldi gegn konum?

Í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar til málþings um hvernig borgaryfirvöld geti spornað við ofbeldi gegn konum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhús Reykjavíkur föstudaginn 7. desember milli kl. 13:30 og 17:00.

Fulltrúar ýmissa félagasamtaka og stofnana velta spurningunni fyrir sér:

kl. 13:30    Setning málþings,
                Sóley Tómasdóttir - formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar

kl. 13:40    ReykjavíkurAkademían,
                dr. Sólveig Anna Bóasdóttir

kl. 14:00    Stígamót,
                Margrét Steinarsdóttir

kl. 14:20    Kvennaathvarfið,
                Sigþrúður Guðmundsdóttir

kl. 14:40    Neyðarmóttaka vegna nauðgunarmála,
                Eyrún B. Jónsdóttir

kl. 15:00    Hressing

kl. 15:30    Femínistafélagið,
                Kristín Tómasdóttir og Kári Hólmar Ragnarsson

kl. 15:50    Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi,
                Tatjana Latinovic

kl. 16:10    Jafningjafræðsla Hins Hússins,
                Edda Sigfúsdóttir og Vilhjálmur Leví

kl. 16:30    Samantekt og slit málþingsins,
                Sóley Tómasdóttir

Málþingsstjóri er Felix Bergsson, fulltrúi í mannréttindanefnd.