Hver er hlutdeild kynjanna í námsbókum í sögu á miðstigi grunnskóla?

Kristín Linda Jónsdóttir mun á fyrsta jafnréttistorgi vetrarins í Háskólanum á Akureyri kynna niðurstöður rannsóknar Jafnréttisstofu
á hlutdeild kynjanna í námsbókum í sögu á miðstigi grunnskóla. Jafnréttistorgið fer fram miðvikudaginn 12. október kl. 12:00 í stofu M101 í HA.Rannsóknir á hlutdeild kynjanna í námsefni má rekja til áranna um 1970 þær hafa verið gerðar víða um heim meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum á Norðurlöndunum og á vegum UNESCO. Í rannsókn Jafnréttisstofu var beitt viðurkenndir aðferðafræði sem er þekkt á þessu sviði. Skoðaður var hlutur kynjanna í nafngreiningu í texta, tíðni nafngreiningar, hlutdeild í burðarhlutverkum, á áherslusvæðum, í myndmáli og staðalmyndir og orðræða. 

Kristín Linda Jónsdóttir lauk kennsluréttindanámi sem grunnskóla og framhaldsskólakennari frá Háskólanum á Akureyri síðasta vor og stundar nú kandídatsnám í sálfræði við Háskóla Íslands, hún er ritstjóri Húsfreyjunnar tímarits Kvenfélagasambands Íslands.