Í framtíðarlandinu - glærur og erindi

Jafnréttisstofa efndi til málstofu á ráðstefnunni Vitið þér enn eða hvað? sem fram fór á Akureyri í júní sl. Í málstofunni var fjallað um sýn fólks á framtíðarlandið, hvert við viljum stefna og hvaða áhrif loftslagsbreytingar og aðgerðir til að draga úr þeim hafa á mótun framtíðarsamfélagsins? Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs H.Í., Hlynur Hallsson, listamaður og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu fluttu erindi en síðan fóru fram hringborðsumræður með þátttöku allra málstofugesta.Kristín Vala flutti erindi sem bar yfirskriftina Mörk jarðarinnar og þörfin á áhrifum kvenna. Í erindi sínu skoðaði hún samband okkar við umhverfi okkar og hverju þarf að breyta til þess að tryggja sjálfbærni. Hún benti á að til þess að komast burt frá gildandi hugmyndafræði og viðhorfum, þurfum við að fóstra nýjar hugmyndir, aðlagast og læra til að breyta gildum, stofnunum og stefnumótun.

Glærur Kristínar Völu er að finna hér.


Hlynur skýrði erindi sitt Útópía og draumsýn eða hvorugt? Í erindinu velti hann fram ýmsum spurningum: hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina, hvernig lítur hún út, hvernig viljum við lifa og hvað merkir jafnrétti í raun. Hlynur mælir með því að við byrjum á okkur sjálfum, okkar eigin umhverfisvitund, neysluvenjum og viðhorfum til jafnréttismála. 

Hér er að finna myndbrot sem Hlynur nýtti í erindi sínu.


Erindi Kristínar Ástgeirsdóttur bar sama heiti og málstofan og með því notaði hún tækifærið til að skoða margvíslegar hugmyndir um fyrirmyndarsamfélög og tilraunir til að stofna slík byggð á ýmsum hugsjónum sem þróuðust á 19. og 20. öld. Þar á meðal var hugmyndin um samfélag byggt á jafnrétti kynjanna. Að lokum bætti Kristín við einni hugmynd í viðbót, sinni eigin og setti hún hana fram í formi bréfs.

Erindi og bréf Kristínar er að finna hér.