Ísland í fimmta sæti á Regnbogakorti ILGA Europe

Í gær var nýtt Regnbogakort kynnt og er Ísland komið upp í fimmta sæti. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í 49 ríkjum Evrópu. Frá því að síðasta Regnbogakort var birt hafa verið gerðar breytingar á lögum um bann við mismunun utan vinnumarkaðar ásamt fleiri breytingum sem gerir það að verkum að Ísland fer ofar á listann. Einnig voru niðurstöður varðandi réttindakort trans fólks líka kynnt og er ánægjulegt að segja frá því að Ísland er þar í fyrsta sæti.

Nánar má lesa um þetta í frétt Stjórnarráðsins hér.