Íþróttafélög - Innköllun jafnréttisáætlana

Jafnréttisstofa er að hefja innköllun jafnréttisáætlana frá íþróttafélögum. Byrjað verður á því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Til að geta talist fyrirmyndarfélag þurfa íþróttafélögin m.a. að tryggja kynjajafnrétti í starfsemi sinni, t.d. þegar kemur að aðstöðu, fjármagni og þjálfun.

Jafnréttisstofa bendir íþróttafélögum sérstaklega á 22. og 23. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
23. gr. Menntun og skólastarf.  Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. 
22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni. Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.