Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins "Sports, Media and Sterotypes" verður haldin í Reykjavík 20. janúar. Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum.  

Lokaráðstefna Evrópuverkefnis

"Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir" 20. janúar 2006

Nú fer að líða að lokum verkefnisins ,,Sports, Media and Sterotypes? eða ,,Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir? sem unnið hefur verið að síðan í nóvember 2004. Verkefnið er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu. Samstarfsaðilar koma frá stofnunum í Noregi, Austurríki, Litháen og Ítalíu. Samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi eru Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, námsbraut í fjölmiðlafræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar til að hanna fræðsluefni fyrir íþróttafréttamenn, íþróttakennara og þjálfara. Fræðsluefnið verður gefið út á margmiðlunarformi. Markmið fræðsluefnisins er að hvetja til breytinga á birtingamyndum kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum með því að auka meðvitund um áhrif einsleitrar endurspeglunar af íþróttakonum og körlum.

Lokaráðstefna verkefnisins verður haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík þann 20. janúar næstkomandi. Þar verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar sem og fræðsluefnið.

Ráðstefnustjóri verður Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur Samtaka iðnaðarins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Stjórnandi pallborðsumræðna verður Samúel Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar Ríkisútvarpsins.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.