Jafnlaunamál

Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi í dag 10. októbernk. kl. 12:00-13:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Á fundinum munu Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst ræða jafnlaunamálin.


Launamál kynjanna hafa verið í umræðunni að undanförnu. Félgsmála- og fjármálaráðherra vinna að undirbúningi nefndar sem á að vinna að þeim markmiðum ríkistjórnarinnar að minnka hin óútskýrða kynbundna launamun. Á fundinum verða ræddar aðgerðir ríkistjórnarinnar, tölulegar upplýsingar um launamun kynjanna og jafnréttiskennitalan. Eftir stutt framsöguerindi verða pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal.

Allir velkomnir. Léttur hádegisverður í boði Kvenréttindafélags Íslands.