Jafnrétti fyrir alla?

Í síðustu viku komu þeir Gísli Björnsson og Ragnar Smárason, verkefnastjórar við Háskóla Íslands, í heimsókn til Jafnréttisstofu til að fræðast um starfsemi stofunnar og jafnframt fræddu þeir starfsfólk Jafnréttisstofu um rannsókn sem þeir vinna að en hún snýst um aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi og ber yfirskriftina Jafnrétti fyrir alla?

Markmiðið með rannsókninni er að skoða hugmyndir karla með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu kynjanna ásamt því að safna upplýsingum um aðgengi þeirra að jafnréttisstarfi. Auk þess er skoðað hvernig hægt er á árangursríkan hátt að auka þekkingu þeirra á jafnrétti og virkja til þátttöku í jafnréttisstarfi. Nánar má lesa um starf þeirra hér