Jafnrétti kynjanna í sveitarstjórnum

Á félagsvísindatorgi hjá Háskólanum á Akureyri, á morgunn, mun Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjalla um stöðu kynjanna í sveitastjórnum á íslandi og jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.


Fyrirlestur miðvikudaginn 7. mars 2007
Kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð

Á félagsvísindatorgi hjá Háskólanum á Akureyri mun Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjalla um stöðu kynjanna í sveitastjórnum á íslandi og jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Einnig segir hún frá helstu verkefnum Jafnréttisstofu sem eru m.a. söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum, auk þróunarstarfs, rannsókna og eftirlits með lögunum.

Hugrún R. Hjaltadóttir er með BA próf í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og mag. fil. í kynjafræði frá Háskólanum í Lundi. Hún starfar sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu og hefur kennt hluta úr námskeiðinu Kynjafræði við Háskólann á Akureyri.