Jafnrétti og utanríkismál

Valgerður Sverrisdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti utanríkisráðherra í sögu íslenska lýðveldisins og hefur í starfi sínu lagt sérstaklega áherslu á jafnréttismál. Í erindi á Jafnréttistorgi í  dag fjallar Valgerður vítt og breitt um jafnrétti og utanríkismál og um ólíkar áherslur kynjanna í hinum ýmsu málaflokkum.