- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Skaðlegar karlmennskuhugmyndir, klámvæðing og kvenfyrirlitning voru meðal þess sem rætt var á fræðslufundum um gerð jafnréttisáætlana sem Jafnréttisstofa og Jafnréttisskólinn í Reykjavík stóðu fyrir í öllum hverfum borgarinnar 7.- 9. apríl sl. Fundirnir voru liður í aðstoð við leik- og grunnskóla, frístundaheimili og frístundamiðstöðvar vegna vinnu við aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir.
Jafnréttisáætlanir í alla skóla er verkefni sem mennta- og menningarmálaráðneytið stendur fyrir í samvinnu við Jafnréttisstofu. Verkefnið, sem er unnið á skólaárunum 2013-2015, felst í aðstoð við skóla við gerð aðgerðabundinna jafnréttisáætlana með sérstaka áherslu á kynbundið og kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Auk þess að uppfylla skilyrði jafnréttislaga (laga nr. 10/2008) eiga Jafnréttisáætlanirnar að styðja skóla við innleiðingu jafnréttisstoðar nýrrar aðalnámskrár á leik- grunn grunnskólastigi.