Samstarfssamningur vegna verkefnisins Jafnréttiskennitala fyrirtækjanna, var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu, þriðjudaginn 11. apríl síðast liðinn.
Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst stendur að verkefninu, en samstarfsaðilar þess eru Viðskiptaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Í verkefninu felst m.a. eftirfarandi:
- Birtar verða árlega grunnupplýsingar um fjölda kvenkyns stjórnarmanna og stjórnarformanna í 100 stærstu fyrirtækjunum hér á landi.
- Birtar verða árlega upplýsingar um fjölda æðstu stjórnenda innan fyrirtækjanna, þ.e. framkvæmdastjóra og forstjóra.
- Mótaðir verða fleiri mælikvarðar á árangur fyrirtækja í jafnréttismálum og birtar upplýsingar á grundvelli þeirra.
- Þróuð verður Jafnréttiskennitala fyrirtækjanna, sem er ætlað að sýna svart á hvítu hvaða árangri hvert fyrirtæki fyrir sig hefur náð í jafnréttismálum.