Jafnréttiskennitalan

Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst hefur birt upplýsingar um jafnrétti í 100 stærstu fyrirækjum á Íslandi fyrir árið 2007.
Þetta er annar hlutinn í verkefninu Jafnréttiskennitala fyrirtækja en
Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst stendur að verkefninu, í samstarfi við Viðskiptaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu.

Við val á fyrirtækjum var miðað við ársveltu fyrirtækja samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti. Upplýsingaöflun fór fram á tímabilinu 23. apríl til 15. maí 2007.

Helstu niðurstöður eru þær að konur skipa 8% stjórnarsæta og eru 14% æðstu stjórnenda fyrirtækjanna.

Jafnréttiskennitalan 2007