Jafnréttislög í 30 ár

Mannréttindastofnun HÍ og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ boða til málþings um jafnréttislög í 30 ár næstkomandi föstudag, 9. febrúar kl. 13.30 í stofu 101 í Odda.
Jafnréttislög voru fyrst sett árið 1976 og urðu því 30 ára á síðasta ári. Lögin eru nú til endurskoðunar og því kjörið tækifæri til að vega þau og meta, ræða reynsluna af þeim og nauðsynlegar breytingar.

Dagskrá:

13.30 ? 13.40 Setning: Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra.

13.40 ? 14.00 Brynhildur Flóvenz lektor: ?Jafnréttislög í 30 ár ? Framfarir eða falskt öryggi?"

14.00 ? 14.20 Atli Gíslason lögmaður: ?Jafnréttislög: Eftirlitsheimildir og kæruleiðir"

14.20 ? 14.40 Björg Thorarensen prófessor: ?Alþjóðlegar kæruleiðir vegna kynjamisréttis"

14.40 ? 15.30: Pallborðsumræður.

Þátttakendur: Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, Ólafur Stephensen blaðamaður, Sif Konráðsdóttir lögmaður og Sigríður Lillý Baldursdóttir sviðsstjóri þróunardeildar Tryggingastofnunar ríkisins.

Máþingsstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum við Háskóla Íslands.