Jafnréttislög í 40 ár

Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð gefa út dagatal í ár sem er tileinkað 40 ára afmæli jafnréttislaga  en það var árið 1976 sem lög um jafnstöðu kvenna og karla voru lögfest  á Íslandi. Á dagatalinu er skemmtileg teikning eftir Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur sem sýnir hvernig ásýnd samfélagsins hefur breyst á þessum 40 árum sem eru liðin frá gildistöku laganna og vísar hún einnig til þess að enn er verk að vinna þegar kemur að jafnrétti kynjanna hérlendis. 
Dagatalið verður sent öllum leik- , grunn, og framhalsskólum á næstu dögum þar sem það getur nýst einstaklega vel við fræðslu um jafnréttismál. Dagatalið má nálgast  hjá Jafnréttisstofu í gegnum netfangið: jafnretti@jafnretti.is  og kostar það 1000 kr. með sendingarkostnaði.