Jafnréttislög í 40 ár

Miðvikudaginn 18. maí verða 40 ár liðin frá því að fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt. Síðan þá hafa þau verið endurskoðuð fjórum sinnum sem endurspeglar þá þróun sem orðið hefur með nýjum áherslum, nýjum málefnum og nýjum leiðum. Margt hefur áunnist en það er líka mikið verk að vinna.
Jafnréttisstofa boðar til fundar að Borgum, Akureyri kl. 12.00-13.15 á afmælisdaginn. Stutt erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra, Brynhildur Flóvenz dósent í lögum við HÍ og Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur Jafnréttisstofu.