Jafnréttismál rædd í Frjálsri verslun

Nýjasta tölublað Frjálsrar verslunar fjallar nær eingöngu um konur og jafnréttismál. Aðal grein blaðsins fjallar um 80 áhrifamestu konurnar í íslensku samfélagi.
Einnig er fjallað um konur sem forstjórar, í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi, í sveitastjórnum og í ráðuneytum. Umræða er um konur og karlar sem stjórnendur og leiðtogar, hversvegna konur séu eftirbátar karla í frumkvöðlastafsemi og athafna konur í London. Þetta er bara brot af því sem tímaritið fjallar um að þessu sinni og er af mörgu að taka.