Jafnréttisstefna til framtíðar á Norðurlöndunum

Norðurlandaráðsþing 2010 verður haldið í Reykjavík frá 2. nóvember til 4. nóvember nk.
Þingið hefst síðdegis á þriðjudag með leiðtogafundi norrænu forsætisráðherranna en efni fundarins í ár er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni. Að leiðtogafundi loknum mun finnski forsætisráðherrann kynna formennskuáætlun Finna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2011.

Boðið verður upp á ýmsa hliðarviðburði í tengslum við þingið og mun einn þeirra snúa að jafnréttismálum.Hliðarviðburðurinn "Jafnréttisstefna til framtíðar á Norðurlöndunum" mun fara fram í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 2. nóvember frá kl.12:15 - 14:15  en markmið hans er að kynna og ræða nýja fjögurra ára samstarfsáætlun um jafnréttismál og munu norrænir þátttakendur taka þátt í pallborðsumræðum um áætlunina.

Í pallborði verða: Maria Stenberg (S), fulltrúi í borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs og þingmaður í sænska þinginu, Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsvísindum, Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræðum og Per Isdal frá Alternativ til Vold (ATV) -TBC

Bækling um hliðarviðburðinn má finna hér.

Upplýsingar um aðra hliðarviðburði má finna hér.