Jafnréttisstofa 10 ára

Jafnréttisstofa verður 10 ára þann 15. september. Af því tilefni verður efnt til afmælisráðstefnu í Ketilhúsinu 10. september frá kl. 13.15-16.30. Ráðstefnan er haldin í tengslum við árlegan landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður á Akureyri 10.-11. september.Afmælisráðstefnan fer fram þann 10. september og eru konur og karlar hvött til að taka daginn frá.


Dagskrá ráðstefnunnar

Ráðstefnustjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Stjórnandi pallborðsumræðna: Andrea Hjálmsdóttir

13:15 Tónlist: Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson

13:25 Ávarp ráðherra

13:35 Horft um öxl og fram á við: Valgerður Bjarnadóttir fyrsta framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

13:45 Erindi: Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og formaður Jafnréttisráðs

14:05 Horft um öxl og fram á við: Margrét María Sigurðardóttir önnur framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

14:15 Erindi: Brynhildur Flóvenz dósent í lögfræði við Háskóla Íslands

14:35 Erindi: Björn Þorláksson rithöfundur og bæjarlistamaður Akureyrar

14:55 Erindi: Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur

15:15 Kaffi og tónlist

15:30 Horft um öxl og fram á við: Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

15:40 Pallborðsumræður. Þátttakendur verða Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra, Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar og fyrrverandi formaður KRFÍ, Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnisstýra og jafnréttishönnuður, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Hörður Vilberg frá Samtökum atvinnulífsins.

16:30 Ráðstefnulok

17.00 – 18.00 Móttaka í Hofi, nýja menningarhúsinu á Akureyri

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á: jafnretti@jafnretti.is


Boðsbréf á afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu