Jafnréttisstofa á ferð um landið

Í haust mun starfsfólk Jafnréttisstofu ferðast um landið, kynna ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og ræða jafnrétti kynjanna við landsfólk. Til stendur að halda sex opna fundi. Fyrsti fundurinn verður í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 4. september kl. 12:00.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu verða með erindi. Allt fólk sem áhuga hefur á jafnrétti kynjanna er hvatt til að koma og ræða málin.

Næsti fundur verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum 10. september kl. 17:00.  Aðrir fundir verða tilkynntir síðar.