Jafnréttisstofa færir Akureyrarbæ gjöf

Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar mun Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu færa bænum leiðarlýsingu Kvennasögugöngu Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Zontakvenna á Akureyri sem farin var 19. júní síðastliðinn. Þessi fyrsta Kvennasöguganga á Akureyri tókst mjög vel og voru þátttakendur um 150. Gangan myndaði nýja tengingu við innbæinn og varpaði ljósi á líf kvenna sem bjuggu og störfuðu þar og höfðu margar hverjar mikil áhrif á líf bæjarbúa á sínum tíma.Afhending leiðarlýsingarinnar mun fara fram við opnun Akureyrarvöku í Lystigarðinum þann 29.ágúst. Það er von þeirra sem að göngunni stóðu að hún verði sett inn á vef bæjarins og verði þar aðgengileg öllum bæjarbúum og gestum Akureyrarbæjar.