Jafnréttisstofa fundar víða um land

Jafnréttisstofa hefur í vor og sumar haldið opna fundi og farið í fræðsluheimsóknir víða um land. Tilefni fundanna var annarsvegar að kynna löggjöf um bann við mismunun sem Jafnréttisstofa hefur eftirlit með og hins vegar að fræða kennara um notkun nýs námsefnis sem Jafnréttisstofa gefur út í sumar. Fundirnir fóru fram á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík og voru þeir mjög vel sóttir en þátttakendur voru 243 í heildina. Opnu fundirnir voru auglýstir á netinu en einnig voru send út boðsbréf til starfsfólks sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, stjórnenda fyrirtækja og stofnana o.fl. Á fundunum sköpuðust góðar umræður um ýmsa þætti sem lúta að jafnrétti í stjórnsýslu sveitarfélaga, stöðu ólíkra einstaklinga og hópa á vinnumarkaði og mögulegar leiðir til úrbóta fyrir þá einstaklinga sem verða fyrir mismunun.

Á fræðslufundum með skólastjórnendum, kennurum og námsráðgjöfum var rætt um skyldur menntastofnana þegar kemur að jafnréttisfræðslu og notkun námsefnis kynnt, skólar hafa kallað eftir fræðsluefni og því var mikil ánægja með tilkomu þess.

Fundur á Ísafirði