Jafnréttisstofa gefur út bækling um fyrstu skrefin á vinnumarkaði

Jafnréttisstofa gaf nýlega út bæklinginn Lykilinn að velgengni á vinnumarkaði. Um er að ræða endurútgáfu á bæklingi sem gefinn var út árið 2000 sem hluti af jafnréttisátaki Háskóla Íslands, Jafnréttisstofu og  Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Markmiðið með útgáfu bæklingsins er að veita þeim sem eru í þann mund að fara út á vinnumarkaðinn hagnýt ráð um atvinnuleit og fyrstu skrefin á vinnumarkaði. 


Bæklingurinn verður m.a. sendur öllum grunn- og framhaldsskólum, háskólum og símenntunarmiðstöðum en hann verður einnig hægt að nálgast á rafrænu formi á heimasíðu Jafnréttisstofu.

Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði