Jafnréttisstofa hefur lokið skrefi eitt af fimm í Grænu skrefunum

Jafnréttisstofa tók í dag á móti viðurkenningu Umhverfisstofnunar fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta græna skrefinu af fimm. Markmiðin með skrefunum eru m.a. að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi ríkisins, efla umhverfisvitund starfsmanna, innleiða áherslur í umhverfismálum o.fl. 

Jafnréttisstofa mun halda ótrauð áfram að vinna að innleiðingu hinna skrefanna og stefnt er á að ljúka þeim öllum fyrir 1. júní 2021. 

 

Hér má fræðast nánar um Grænu skrefin. 

 

Viðurkenning fyrir fyrsta græna skrefið