Jafnréttisstofa tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni styrkt af Erasmus+

Jafnréttisstofa ásamt samstarfsaðilum í Bretlandi, Grikklandi og á Íslandi og Spáni hlutu í ár Erasmus+ styrk til að hanna og þróa námskeið fyrir konur sem hafa áhuga á að komast til áhrifa í atvinnulífinu. Verkefnið stendur yfir í 30 mánuði og mun ljúka með útgáfu leiðbeininga um stefnumótun í atvinnumálum sem stuðlar að jafnri þátttöku og tækifærum kynjanna á vinnumarkaði.
Fyrsti vinnufundur samstarfsaðila fór fram í Sheffield 10-11 október síðastliðinn en þar var farið yfir helstu verkþætti og skipulag vinnunnar sem framundan er.

 

Fyrsti fundur Erasmus+ verkefnis í Sheffield