Jafnréttisþing 2011

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16. Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.
Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem kynbundið ofbeldi og mansal, jafnrétti og stjórnarskrá, Evrópusambandið og íslenskt jafnrétti, framlag karla til jafnréttisbaráttunnar, kynin og fjölmiðlana og áhrif efnahagsumrótsins á starf og fjölskyldulíf. Auk þess verður fyrirliggjandi tillaga til ályktunar Alþingis um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis en æskilegt er að skrá sig.

Dagskrá Jafnréttisþings og skráning er að finna á heimsíðu Velferðarráðuneytisins.