Jafnréttisþing 4. febrúar

Í samræmi við  lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðuneytið  og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Hilton Hótel Nordica.

Á jafnréttisþinginu verður farið yfir stöðu og þróun mála frá síðasta þingi, sem var haldið janúar 2009. Fjallað verður um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem kynbundið ofbeldi, Evrópumál, mansal, karla og jafnrétti og fjölmiðla og jafnrétti. Auk þess verður tillaga að nýrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu.

Þingið verður öllum opið, en samkvæmt lögum skal sérstaklega boða til þess alþingismenn, fulltrúa stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðar og fulltrúa frjálsra félagasamtaka sem hafa jafnréttismál á stefnuskrá sinni.

Nánari upplýsingar og dagskrá verður kynnt síðar.