Jafnréttisþingi frestað

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta Jafnréttisþingi, sem halda átti þann 7. nóvember nk. Þinginu er frestað fram í janúar á næsta ári.Jafnréttisþingið er haldið skv. 10. gr. nýrra jafnréttislaga, sem samþykkt voru fyrr á þessu ári. Því er ætlað að höfða til stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum, stjórnmálamanna, fulltrúa frjálsra félagasamtaka og almennings.

Ráðuneytinu þykir ólíklegt að jafnréttisþingið nái markmiðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þar sem fjölmargir þeirra sem ráðuneytið vill virkja þar til umræðu eru bundnir við að ráða fram úr aðkallandi úrlausnarefnum sem tengjast þeim aðstæðum sem ríkja á fjármálamarkaði. Því er þinginu frestað fram á næsta ár.