Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir í fyrsta sinn eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar. Tilnefningum skilað fyrir 24. apríl. Í ár verður viðurkenning veitt frjálsum félagasamtökum eða einstaklingum sem með einum eða öðrum hætti hefur sýnt frumkvæði og unnið faglega að jafnréttismálum. Viðkomandi félagasamtök eða einstaklingur þurfa að hafa starfað að jafnréttismálum í Reykjavík. Verðlaunin í þeim flokki eru 150.000 kr.

Jafnframt verður veitt  viðurkenning innan borgarinnar sjálfrar, til starfseiningar sem hefur unni vel að jafnréttismálum, hvort sem er á sviði þjónustu, í starfsmannamálum eða öðrum hætti. Starfseiningin mun fá viðurkenningarskjal og einhverja umbun sem fellur að starfseminni.

Tilnefningar, ásamt rökstuðningi, sendist á netfangið
jafnretti@reykjavik.is til og með 24.apríl n.k. eða bréflega í Ráðhús Reykjavíkur merkt Jafnréttisverðlaun.