Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Ragnar Hólm.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Ragnar Hólm.

Árlega veitir Frístundaráð Akureyrarbæjar sérstaka viðurkenningu vegna jafnréttismála. Viðurkenningin er veitt einstaklingi, félagi, fyrirtæki, stofnun, nefnd eða ráði sem að mati frístundaráðs hefur staðið sig best að framgangi jafnréttismála. 

Að þessu sinni fengu bæði einstaklingur og stofnun jafnréttisviðurkenningu.

Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir hlaut hvatningarverðlaun frístundaráðs fyrir ötula baráttu sína, m.a. við að afmá neikvæðar staðalímyndir og fræða yngra fólk um jafnréttismál. Hún hefur staðið fyrir fjölda jafnréttisviðburða í Menntaskólanum á Akureyri, verið með erindi á ráðstefnum og haldið fræðslufyrirlestra. Hún heldur einnig úti hlaðvarpsþættinum Vaknaðu. 

Leikskólinn Lundarsel hlaut viðurkenningu fyrir markvisst starf að kynjajafnrétti sl. 10-12 ár. En jafnréttisstarf Lundarsels hófst með þátttöku í þróunarverkefni um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum 2008-2009 sem Jafnréttisstofa stóð fyrir ásamt fleirum. 

Nánar má lesa um viðurkenninguna á vef Akureyrarbæjar.