Jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar

Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar óskar eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttisviðurkenningar. Samkvæmt grein 3.5 í Jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar veitir Jafnréttisnefnd ár hvert viðurkenningu þeirri stofnun, nefnd eða ráði bæjarins, einstaklingi, félagi, fyrirtæki eða annarri stofnun sem hefur að mati nefndarinnar staðið sig best undangengið ár við að vinna að framgangi jafnréttismála.

Til greina koma aðilar sem sinnt hafa jafnréttismálum með verkefnum, fræðslu, rannsóknum, gerð jafnréttisstefnu eða á annan hátt unnið með jafnrétti kynja í Kópavogi.

Þessi viðurkenning hefur verið veitt fjögur undangengin ár.

Tilnefningu skal senda til Jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar, í tölvupósti á netfangið: kristinol@kopavogur.is , á faxi 570-1501, eða pósti; Jafnréttisráðgjafi, Fannborg 2, 200 Kópavogur.

Frestur er til og með 5. maí 2006.