Jafnréttisvika 24. október – 1. nóvember 2013

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 1. nóvember næstkomandi. Vikan fyrir þingið, 24. – 31. október, verður helguð jafnréttismálum og er henni ætlað að slá taktinn fyrir jafnréttisþingið. Áskorun var send á fjölmiðla, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélög og fleiri um að vekja sérstaka athygli á jafnrétti kynjanna þessa viku. Jafnréttisstofa mun fylgjast með og birta fréttir á heimasíðunni.