Jöfn tala kvenna og karla í hópi ráðuneytisstjóra

Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi.