Kafli um kynjaða hagstjórn í fjármálafrumvarpinu

Í fjármálafrumvarpinu fyrir árið 2010 er sérstakur kafli um kynjaða hagstjórn. Í honum kemur fram að það sé skýr stefna stjórnvalda að taka upp kynjasamþættingu við fjárlagagerð og að samþætta beri stefnu í jafnréttismálum og stefnu í efnahagsmálum.
Kaflinn er staðsettur í fyrri hluta frumvarpsins sem ber titilinn: Stefna og horfur. Fjármálafrumvarpið má lesa á fjarlog.is en í prentaðri útgáfu er kafinn á blaðsíðu 43 til 47.