Karlar til ábyrgðar - kynning á úttekt

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsvísindastofnun hafa unnið úttekt á meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar. Kynning á niðurstöðum árangursmatsins fer fram í stofu 101 í Lögbergi mánudaginn 13. október, frá 11:30 til 13:00. 

Meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum og í nánum samböndum.  Tilgangur úttektarinnar, sem kynnt verður, var að leita svara við því hvert viðhorf þeirra sem sækja meðferðina er og að kanna hvaða breytingar hafa orðið á hegðun, lífsgæðum og félagslegum samskiptum þeirra karla sem sækja meðferð hjá Körlum til ábyrgðar. Þá var einnig leitast við að svara því hvort breytingar verða á högum kvenna við það að eiginmaður þeirra, sambýlismaður  eða kærasti sæki meðferð.