KARLAR TIL ÁBYRGÐAR: Meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi

Í síðustu viku var haldin ráðstefna sem bar heitið Karlar til ábyrgðar. Var hún haldin til að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn sem beita ofbeldi í nánum samböndum fái aðstoð við að losna úr viðjum ofbeldisbeitingar. Karlar til ábyrgðar er eina sérhæfða meðferðaúrræðið hér á landi fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Þessa viku verður haldið áfram að vekja athygli á þessu úrræði og símanúmeri þess með auglýsingum og dreifingu upplýsingabæklings.

Þótt karlar séu ekki einir um að beita ofbeldi er meðferðarúrræðið aðeins fyrir þá. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Fyllsta trúnaðar er gætt og einstaklingsviðtal kostar 2000 krónur. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingabæklinginn sendan er hægt að hafa samband við Ingólf með tölvupósti eða í síma: 551 0668. Einnig er hægt að hlaða honum niður hér.

Nánari upplýsingar um meðferðarúrræðin og viðtalsbeiðnir eru í síma: 555 3020.

Einnig er að finna ítarlega umfjöllun um ráðstefnuna ásamt viðtali við Marius Råkil á mbl.is.