Karlarnir og hrunið-Yfirráð, undirgefni og tilfærsla valds meðal karla

Karlar og hugmyndir um karlmennsku léku lykilhlutverk í þeim atburðum sem leiddu til hrunsins. En karlar eru ekki einsleitur hópur og allir karlar hafa ekki völd. Völd er ekki gefin stærð, föst og óumbreytanleg heldur flæðandi og mótanleg.

Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir fjalla um breytingar á valdatengslum meðal karla í aðdraganda og kjölfar hrunsins. Þær skoða samspil pólitísks vald og peningavalds og hvernig það tengist pólitískum hugmyndastraumum og orðræðu samtímans.  Umfjöllun Þorgerðar og Gyðu Margrétar fer fram í Gimli 102 kl.12-13.

Öll velkomin!