Katrín Björg Ríkarðsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, hefur skipað Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til næstu fimm ára. Ákvörðun um skipun hennar er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Á árunum 2000 til 2003 starfaði Katrín sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar Katrínu til hamingju með skipunina.