Konum fjölgar um helming á Lögþingi Færeyinga

Laugardaginn 19. janúar fóru fram lögþingskosningar í Færeyjum. Eru þetta fyrstu þingkosningarnar eftir að Færeyjar var gert að einu kjördæmi, en áður voru kjördæmin sjö. Í kjölfar kosninganna verða miklar mannabreytingar á þinginu og koma 13 nýir þingmenn inn. Einnig breytist hlutfall kvenna á þinginu heilmikið. Eftir síðustu kosningar voru þrjár konur á þingi og nú eru þær orðnar sjö. Hlutfall kvenna hefur semsagt hækkað úr 9% í 21%.Þjóðveldisflokkurinn er stærsti flokkur eyjanna eftir kosningarnar, fékk 23,3% atkvæða og 8 þingmenn. Líklegt er talið að samsteypustjórn jafnaðarmanna, Sambandsflokksins og Þjóðarflokksins í Færeyjum haldi áfram samstarfi sínu. Sjórnarflokkarnir hafa nú 20 fulltrúa af 33 á Lögþinginu.