Konur á rauðum sokkum

Sjónvarpið sýnir á morgun heimildarmyndina Konur á rauðum sokkum. Myndin fjallar um hina íslensku rauðsokkahreyfingu er starfaði allan áttunda áratuginn.Í myndinni er saga hreyfingarinnar rakin og fjallað um helstu baráttumál kvenna á þessum árum. Hverjar voru þessar víðfrægu Rauðsokkur? Hvað gerðu þær og fyrir hvað stóðu þær? Hvað varð svo um þær?

Hér segja þær sjálfar sögu einnar umdeildustu og litríkustu hreyfingar Íslandssögunnar.

Höfundur myndarinnar er Halla Kristín Einarsdóttir. 

Sýningin hefst kl. 20:55.