Konur, friður og öryggi.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ávarp á opnum fundi öryggisráðs SÞ, fimmtudaginn 26. október sl., um ályktun öryggisráðsins nr. 1325 (2000) um konur, frið og öryggi.
Ályktunin mælir fyrir um að öryggisráðið skuli beita sér fyrir aukinni þátttöku kvenna til að koma í veg fyrir vopnuð átök, í friðarferli og friðaruppbyggingu að loknum átökum. Í ávarpinu var lögð áhersla á mikilvægi ályktunar 1325 í því skyni að auka þátttöku kvenna í friðarferli og friðaruppbyggingu. Ályktunin hefði komið til framkvæmda að hluta en töluvert starf væri ennþá óunnið. Fjallað var um aðgerðaáætlun SÞ sem miðar að því að innleiða ákvæði ályktunarinnar í alla starfsemi og stefnumörkun samtakanna.


Lögð var áhersla á víðtæka starfsemi UNIFEM í þágu kvenna og greint var frá starfi sérfræðings í jafnréttismálum sem Ísland hefur fjármagnað hjá UNIFEM í Kósóvó undanfarin ár. Einnig var fjallað um nýjar áherslur í íslensku friðargæslunni sem miða að því að auka þátttöku kvenna.

Ávarpið má lesa hér.