Konur, friður og öryggi

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa, Utanríkisráðuneytið, Rauði krossinn á Íslandi og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða til málþings þar sem veitt verður innsýn í störf aðila sem unnið hafa að jafnréttismálum, og þar af leiðandi friðaruppbyggingu, á stríðsátakasvæðum.

Fjórar konur sem unnið hafa erlendis á eigin vegum fyrir alþjóðastofnanir sem og á vegum Friðargæslu Íslands munu flytja erindi um störf sín. Einnig verða ræddar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttis- og friðarmála í þessu samhengi.

Málþingið er lokaþáttur 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi þetta árið.

Aðgangur ókeypis og öllum opinn - Nánar um dagskrá HÉR