Konur í miklum minnihluta sem viðmælendur í heimspressunni

Kon­ur eru fjórðung­ur þeirra sem talað er við eða fjallað er um í frétt­um heim­spress­unn­ar, en karl­ar eru þris­var sinn­um fleiri. Hér á landi er hlut­fall kvenna í frétt­um 20%, en ann­ars staðar á Norður­lönd­um á bil­inu 23-31%. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar, Global Media Monitor­ing Proj­ect (GMMP) en rannsóknin fór fram 25. mars sl. og fólst í vöktun á helstu fréttamiðlum í 114 lönd­um. Kannað var hversu oft var talað við eða fjallað um kon­ur, í hvers kon­ar frétt­um og í hvers kon­ar hlut­verk­um, sem og hlut­ur frétta­kvenna og frét­ta­karla.GMMP er um­fangs­mesta rann­sókn á hlut karla og kvenna í frétt­um og hef­ur rannsóknin verið framkvæmd á 5 ára fresti síðan 1995. Greind­ar voru frétt­ir í RÚV út­varpi og sjón­varpi, Stöð 2, Bylgj­unni, Morg­un­blaðinu, Frétta­blaðinu og í net­miðlun­um dv.is, eyj­an/?press­an.is, kjarn­inn.is, mbl.is, vis­ir.is og rúv.is.  

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að kon­ur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um frétt­um hérlendis, en karl­ar 80%. Hlut­fallið hér er nokkuð lægra en á hinum Norður­lönd­un­um. Kon­ur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Dan­mörku, 24% í Nor­egi, 27% í Finn­landi og 31% í Svíþjóð. 

Tæp­ur þriðjung­ur (31%)  frétt­anna í ís­lensku fréttamiðlum var flutt­ur eða skrifaður af kon­um og 69% af körl­um. Frétta­kon­ur flytja sam­kvæmt því hlut­falls­lega færri frétt­ir hér á landi en að jafnaði  í þeim 114 lönd­um sem könn­un­in náði til en í heild eru sam­svar­andi hlut­föll 37% kon­ur og 63% karl­ar. Í Finn­landi voru 44% frétt­anna skrifaðar eða flutt­ar af frétta­kon­um,  í Dan­mörku 32% og í Nor­egi og Svíþjóð 35%.

Rannsóknir GMMP hafa m.a. sýnt að kon­ur eru frem­ur um­fjöll­un­ar­efni eða viðmæl­end­ur í frétt­um um t.d. dæg­ur­mál, heil­brigðis- eða fé­lags­mál, en síður í því sem gjarn­an eru kallaðar „harðar frétt­ir“, eins og póli­tík, efna­hags­mál, og glæp­ir og af­brot.  Ekki fund­ust skýr­ar vís­bend­ing­ar um það í ís­lensku frétt­un­um. Kon­ur voru t.d. viðmæl­end­ur í ríf­lega 30% frétta um efna­hags­mál og í rúm­lega 20% frétta um póli­tík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heild­ar­fjölda þeirra í frétt­um al­mennt. 
Ekki var held­ur að sjá að frétta­kon­ur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en frét­ta­karl­ar. Þannig segja/?skrifa frétta­kon­ur 42% frétt­anna um póli­tík þótt þær séu mun færri en karl­arn­ir.

Heildarniðurstöður rannsóknarinnar verða kynnt­ar á Jafn­rétt­isþingi sem fram fer 25. nóv­em­ber nk. á hótel Hilt­on Reykja­vík Nordica