Konur og afbrot

Fimmtudaginn 12. febrúar mun dr. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, halda erindi um tengsl afbrotafræðinnar og spurninga um jafnrétti kynjanna.

Þær spurningar sem verða til umræðu í fyrirlestri Helga eru meðal annars: Er jafnréttisbaráttan bara fyrir konur eða eiga karlar á brattann að sækja? Ef konur færu nú að hegða sér eins og karlar myndi ríkja skálmöld afbrota eða hvað? Ef karlar færu nú að hegða sér eins og konur værum við þá komin í draumasamfélagið?

Erindið fer fram í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri og hefst klukkan 1700.