Konur og fæðuöryggi

Utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Alþjóðlegan jafnréttisskóla HÍ (GEST) og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), kynnir skýrslu FAO um fæðumál, landbúnað og stöðu kvenna. 
Fundurinn fer fram mánudaginn 16. maí frá kl: 14 til 16 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41. 
Dagskrá:
Hermann Örn Ingólfsson, sviðstjóri þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins ávarpar fundinn.

Dr. Marcela Villarreal, yfirmaður kynja- og jafnréttisdeildar FAO, kynnir skýrsluna.

Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri GEST og EDDU - öndvegisseturs: "Women and the Politics of Development."

Pallborðsumræður að erindum loknum:
Dr. Marcela Villarreal, FAO.
Dr. Grímur Valdimarsson, fyrrv. yfirmaður fiskiðnaðarsviðs FAO.
Dr. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor HÍ.
Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSSÍ).

Fundarstjóri: Guðni Bragason, fastafulltrúi hjá FAO.


Á fundinum verður enskri samantekt skýrslunnar dreift.


Allir velkomnir.