Konur og stjórnarskráin

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum boðar til umræðufundar um tillögur kvennahreyfingarinnar til stjórnarskrárnefndar vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Fundurinn verður haldinn 21. apríl kl. 12.15.Þar munu Elsa B. Þorkelsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur Evrópuráðsins og Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, fjalla um tillögur kvennahreyfingarinnar og verður í kjölfarið opnað fyrir umræður.

Tillögurnar eru í þremur megin liðum:

Að stjórnarskráin kveði á um að ná skuli sem jöfnustu hlutfalli karla og kvenna á Alþingi.

Að stjórnvöld séu skuldbundin til aðgerða til að jafna stöðu karla og kvenna.

Að allir skuli njóta mannhelgi og verndar gegn ofbeldi á opinberum vettvangi sem og í einkalífi.


Tillögurnar í heild sinni og meðfylgjandi greinagerð má nálgast á veffanginu
www.unifem.is. Þar má einnig skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við tillögurnar.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 21. apríl klukkan 12.15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.