Konur taka af skarið!

AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu og hvetjum við þær sem hafa áhuga á verkalýðsmálum til að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðið hefur þegar verið haldið á Akureyri en nú verður boðið upp á námskeið á 5 öðrum stöðum á landinu:

Ísafirði föstudaginn 15. febrúar

Reykjavík laugardaginn 16. febrúar

Selfossi föstudaginn 1. mars

Borgarnesi sunnudaginn 3. mars

Hægt er að sjá dagskrá og nánari upplýsingar með því að smella á hlekkina við hvert sveitarfélag.