Konur taka af skarið!

AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu og hvetjum við þær sem hafa áhuga á verkalýðsmálum til að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðið hefur þegar verið haldið á Akureyri en nú verður boðið upp á námskeið á 5 öðrum stöðum á landinu:

Ísafirði föstudaginn 15. febrúar

Reykjavík laugardaginn 16. febrúar

Selfossi föstudaginn 1. mars

Egilsstöðum laugardaginn 2. mars

Borgarnesi sunnudaginn 3. mars

Hægt er að sjá dagskrá og nánari upplýsingar með því að smella á hlekkina við hvert sveitarfélag.