Konur taka við prestsembættum á Akureyri

Í gær, þann 20. júní voru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Hildur Eir Bolladóttir settar í embætti presta í prestaköllunum tveimur á Akureyri en þær munu báðar hefja störf í júní. Arna Ýrr og Hildur Eir eru báðar að koma til starfa á æskuslóðum sínum í Eyjafirði.

Sr. Arna Ýrr er fædd og uppalin á Akureyri, gekk í Oddeyrarskóla og lauk stúdentsprófi frá MA. Hún vígðist sem prestur til Raufarhafnar 20. ágúst 2000 og gegndi því embætti í sex ár, eða allt þar til það var lagt niður árið 2006. Þá tók hún við starfi sem prestur í tveimur sóknum í Reykjavík, í Langholtssókn og Bústaðasókn, þar sem hún starfaði við hlið sóknarprestanna.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir er fædd og uppalin í Eyjafirði, lauk stúdentsprófi frá VMA og kenndi einn vetur í Brekkuskóla á Akureyri. Hún var vígð til þjónustu í Laugarnesprestakalli árið 2006. Hún starfaði áður þar sem æskulýðsfulltrúi frá árinu 2001. Hildur hefur birt mikið af prédikunum sínum inn á www.tru.is